Fréttir


Sigríður Þorláksdóttir þjálfar Hött

19-11-2010
Sigríður Björk Þorláksdóttir Baxter hefur skrifað undir samning um að þjálfa kvenna lið Hattar næsta árið. Sigríður mun þjálfa og spila með meistaraflokki kvenna.

Sigríður er útskrifaður íþróttafræðingur frá Háskóla Íslands ásamt því að vera með UEFA–B próf frá KSÍ. Sigríður hefur unnið sem aðstoðarþjálfari yngri flokka hjá BÍ á Ísafirði og hjá Breiðablik, þjálfað 2. flokk kvenna hjá Val sumarið 2009 og meistarflokk kvenna hjá Fram sumarið 2010.

 

Samstarfsaðilar