Fréttir


My Coach þjálfaraforritið sem fylgir árgjaldi KÞÍ.

24-06-2017

Ágætu knattspyrnuþjálfarar.

 

Knattspyrnuþjálfarafélagið (KÞÍ) og fyrirtækið My Coach undirrituðu á dögunum samstarfssamning sín á milli sem tryggir félagsmönnum KÞÍ áskrift að hugbúnaðinum My Coach. Af því tilefni stóð KÞÍ fyrir kynningu á umræddum hugbúnaði og var sú kynning ágætlega sótt.

Fyrirkomulag verður á þann veg að við greiðslu árgjalds 2017 fá félagsmenn KÞÍ aðgang að umræddum hugbúnaði til eins árs. Er hugmyndin sú að aðgangur muni svo fylgja árgjaldi a.m.k. næstu tvö ár þar á eftir.

BDFL: Þjálfararáðstefna Þýska knattspyrnufélagsins 24. júlí til 26. júlí 2017.

18-06-2017

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands hefur fengið boð um að senda einn fulltrúa á árlega ráðstefnu Þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins. Ráðstefnan verður haldin í Bochum en hún byrjar. mánudaginn 24. júlí kl. 09:00 og endar miðvikudaginn 26. júlí kl. 13:00.  Ráðstefnuviðburðirnir verða í RuthCongress Bochum (RCB) og á knattspyrnuvellinum Vonovia Ruhrstadion. Hátt í 1000 þjálfarar munu sækja ráðstefnuna þetta árið og því vonumst við til þess að einhver frá Íslandi geti farið á hana og skilað síðan inn skýrslu til KÞÍ að henni lokinni. ATHUGIÐ að ráðstefnan fer fram á þýsku og því þurfa umsækjendur að skilja og tala þýsku. Aðal viðfangsefnið á ráðstefnunni verður: Að skora mörk / sóknarleikur.

https://www.bdfl.de/images/ITK_2017_Text_Homepage_15032017.pdf

https://www.bdfl.de/trainerkongress/aktuelles.html

 

 

My Coach kynning fyrir félagsmenn KÞÍ

08-06-2017

Ágætu knattspyrnuþjálfarar.

 

Líkt og fram kom í auglýsingu á dögunum frá stjórn KÞÍ er unnið að því að gera samning um kaup á hugbúnaðinum My Coach sem m.a. er ætlaður knattspyrnuþjálfurum og mun fylgja árgjaldi félagsmanna fyrir árið 2017.

Af því tilefni stendur KÞÍ fyrir kynningu á hugbúnaði þessum sunnudaginn 11. júní nk., kl. 16:15, í húsakynnum ÍSÍ, sal D. Thomas De Pariente, einn fyrirsvarsmanna My Coach, mun annast kynninguna sem fram fer á ensku. 

Aðgangur er ókeypis en ráðgert er að kynningin taki um eina klukkustund.

 

Stjórn KÞÍ.

Akademíuþjálfarar frá Atletico Madrid og Dinamo Zagreb með ráðstefnu 11. júní 2017

05-06-2017

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands og Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir áhugaverðri ráðstefnu í Laugardalnum í Reykjavík sunnudaginn 11. júní nk. Hingað til lands koma tveir fyrirlesarar, Ivan Kepčija frá Dinamo Zagreb í Króatíu og Carlos García Cuesta frá Atletico Madrid á Spáni.

 

Ivan Kepčija starfar sem aðstoðar akademíustjóri hjá Dinamo Zagreb í Króatíu auk þess að vera aðstoðarlandsliðsþjálfari U19 landsliðs karla hjá Króatíu. Hann er með UEFA A þjálfaragráðu og meistaragráðu í íþróttafræði.

Ivan starfaði náið með Romeo Jozak, fræðslustjóra króatíska knattspyrnusambandsins, við gerð kennsluskrá króatíska sambandsins og mun erindi hans fjalla um það hvernig leikmenn Króatar vilja ala upp og hvaða aðferðir þeir nota.

 

Carlos García Cuesta er þjálfari í unglingaakademíu Atletico Madrid á Spáni. Hann mun fjalla um það hvernig Madrídarliðið innleiðir leikaðferð sína í yngri liðin og hvernig æfingavika er skipulögð hjá félaginu, mismunandi kröfur leiksins og aðferðir sem þjálfarar Atletico Madrid nota til að ná markmiðum sínum.

 

 

Árgjald KÞÍ 2017

02-06-2017

Kæru félagsmenn. 

Stjórn KÞÍ vill einnig minna félagsmenn á að félagsgjöld má einnig leggja beint inn á bankareikning KÞÍ nr. 0140-26-051279 (kt. 501279-0139), með skýringunni „Árgjald 2017“.

Árgjald KÞÍ

29-05-2017

Ágætu knattspyrnuþjálfarar.

 

Um næstu mánaðamót munu knattspyrnuþjálfarar fá sendan rafrænan greiðsluseðil fyrir árgjaldi KÞÍ. Greiðsluseðillinn verður birtur sem valgreiðsla í heimabanka og að þessu sinni sendur öllum knattspyrnuþjálfurum sem einhvern tímann hafa greitt hafa árgjald KÞÍ.

 

Árgjaldið verður óbreytt frá síðasta ári, 6.000 krónur. Að þessu sinni mun áskrift að MY COACH, sem er hugbúnaður ætlaður knattspyrnuþjálfurum, fylgja með árgjaldinu, en stjórn KÞÍ vinnur að því að gera samning um kaup á umræddum hugbúnaði. Mun nánara fyrirkomulag þessa verða kunngert eins fljótt og kostur er en stefnt er að því að búið verði að ganga frá samningi um kaup á hugbúnaðinum eigi síðar en um miðjan júní.

 

Stjórn KÞÍ biðlar til allra knattspyrnuþjálfara að greiða árgjaldið sem eru megintekjur félagsins. Um þessar mundir er unnið að því að efla starf KÞÍ og hefur stjórn félagsins m.a. af því tilefni ráðið starfsmann í hlutastarf (20% starfshlutfall). Er það formaður félagsins, Sigurður Þórir Þorsteinsson, sem gegnir því starfi. Markmið stjórnar KÞÍ með þessu er að efla þjónustu við félagsmenn og vinna enn ötulla að hagsmunamálum knattspyrnuþjálfara landsins, vera virkur málsvari þjálfara og að stuðla að aukinni menntun þeirra.

 

Er það von stjórnar KÞÍ að knattspyrnuþjálfarar bregðist vel við þessu og styðji stjórnina til enn betri verka.

 

Loks er athygli vakin á því að ódýrara er fyrir félagsmenn á viðburði á vegum KÞÍ ef árgjald er greitt, t.d. á árlegar bikarúrslitaráðstefnur. Hinn 11. júní nk. er fyrirhuguð ráðstefna á vegum KÞÍ í tengslum við leik Íslands og Króatíu. Ráðstefnan verður auglýst síðar en þeir sem greitt munu hafa árgjaldið fyrir 8. júní mun bjóðast ráðstefnan ódýrara en þeim sem ekki hafa greitt og/eða eru ófélagsbundnir KÞÍ.

 

 

 

Virðingarfyllst,

stjórn KÞÍ.

Félagaskiptaglugginn lokar mánudaginn 15. maí

14-05-2017

Félagaskiptaglugginn lokar mánudaginn 15. maí

Lokar fyrir alla leikmenn nema ósamningsbundna leikmenn yngri flokka

Þróttur auglýsir eftir þjálfurum í yngri flokka í knattspyrnu.

30-04-2017

Þróttur auglýsir eftir þjálfurum í yngri flokka í knattspyrnu

Reynsla af þjálfarastörfum og menntun skilyrði

Barna – og unglingaráð knattspyrnudeildar Þróttar auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfurum sem eru tilbúnir til að vinna skv. stefnu félagsins.

Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem allra fyrst.   Reynsla af þjálfarastörfum og þjálfaramenntun og/eða íþróttafræðimenntun skilyrði.

Áhugasömum er bent á að vera í sambandi við íþróttastjóra Þróttar á thorir@trottur.is  eða í síma 580-5902.

Þjálfarastarf í USA.

19-03-2017

Princeton Sports Management óskar eftir að fá reyndan knattspyrnuþjálfara til samstarfs frá 15. júní og til 20. júlí. Fyrirtækið sérhæfir sig í íþróttastjórnun og viðburðum víðsvegar um Bandaríkin. Í samstarfi við KÞÍ þá hafa þeir óskað eftir því að þjálfarafélagið taki við umsóknum fyrir þeirra hönd. Hugmyndin er að viðkomandi þjálfari vinni við alþjóðlegan knattspyrnuskóla og með möguleika á framlengingu í fjórar vikur til viðbótar. PSM greiðir allan ferðakostnað, gistingu og laun (1000 dollarar) per viku. Umsóknarfrestur rennur út 15. apríl næstkomandi. PSM óskar eftir reyndum þjálfara sem hefur KSÍ A eða KSÍ B. þjálfararéttindi. Nánari upplýsingar fást hjá Halldóri Þ. Halldórssyni stjórnarmanni KÞÍ í síma +3548916320 eða með vefpósti á doribolti@hotmail.com

Hér er hægt að sjá vefsíður frá PSM

PrincetonSportsManagement | Princeton Sports Management

PSM Drone Style - International Futbol Camps - YouTube

Vefsíða KÞÍ.

19-03-2017

Kæru félagar.

Nú á vormánuðum erum við enn að vinna í því að gera upplýsingar á síðunni aðgengilegri. Við vonumst til þess að meðlimir í félaginu og aðrir geti nýtt sér síðuna og að hún verði félaginu til sóma á komandi árum.

Með knattspyrnukveðjum

Stjórn KÞÍ.

KÞÍ fréttir.

16-02-2017

Kæru félagar.

Knattspyrnufélag þjálfarafélag Íslands er nú að láta laga þessa vefsíðu, ásamt því að setja inn nýjar upplýsingar. Þó nokkur vinna mun fara í að uppfæra upplýsingar og annað sem við viljum að sé í lagi á komandi árum. Síðan verður áfram opin en við hvetjum félagsmenn til þess að fylgjast með framvindu síðunnar á komandi mánuðum. Nýkjörin stjórn KÞÍ er að vinna í mörgum spennandi hlutum sem verða kynntir fljótlega.

Gleðileg jól, gott og farsælt komandi knattspyrnu ár

23-12-2016

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands sendir öllum knattspyrnuþjálfurum og öðrum velgjörðarmönnum KÞÍ, sínar bestu óskir um gleðileg jól, með ósk um gott og farsælt komandi knattspyrnu ár.

Knattspyrnuþjálfararáðstefna í Svíþjóð

30-11-2016

Knattspyrnuþjálfara félögin á  Norðurlöndum standa sameiginlega að ráðstefnu í Gautaborg í Svíþjóð  fyrir knattspyrnuþjálfara helgina 27-29 janúar næstkomandi.

Aðalfundur KÞÍ 8. desember á Laugardalsvelli

23-11-2016

Knattspyrnuþjálfararáðstefna í Svíþjóð - Knattspyrnuþjálfarafélag ÍslandsAðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 8. desember næstkomandi klukkan 20:00.

Bryngeir Torfason tekur við Víði Garði

11-11-2016

Bryngeir Torfason hefur tekið við þjálfun 2. deildarfélagsins, Víðis Garði en þetta staðfesti félagið á Facebook síðu sinni í dag.

Tommy Nielsen var með liðið síðasta sumar en hann tók við yngri flokka þjálfun hjá Þrótti.

Gögn frá ráðstefnu AEFCA á Ítalíu

10-11-2016

Ársþing  AEFCA , Samtaka Evrópskra Knattspyrnuþjálfarafélaga, var í ár haldið í Como á Ítalíu 4-6 nóvember.   Fyrir hönd KÞÍ fóru þeir Sigurður Þórir Þorsteinsson formaður og Kristján Guðmundsson varaformaður á þingið.

Jón Páll tekur við Stord

10-11-2016

Jón Páll Pálmason hefur verið ráðinn þjálfari hjá Stord í Noregi en hann gerði tveggja ára samning með möguleika á árs framlengingu.

Kári Ársæls verður annar tveggja aðstoðarþjálfara Blika

06-11-2016

Kári Ársælsson er orðinn annar tveggja aðstoðarþjálfara karlaliðs Breiðabliks. Hann verður því þeim Arnari Grétarssyni þjálfara liðsins og Sigurði Víðissyni, aðstoðarþjálfara liðsins til halds og trausts.

Orri Þórðarson þjálfar FH áfram

04-11-2016

FH hefur gengið frá þjálfaramálum næsta tímabils hjá meistaraflokki kvenna. Orri Þórðarson hefur endurnýjað samning sinn við félagið og mun því stýra liðinu áfram í Pepsi-deild kvenna á næsta leiktímabili.

Atli Már Rúnarsson tekinn við Dalvík/Reyni

02-11-2016

Atli Már Rúnarsson hefur verið ráðinn þjálfari Dalvíkur/Reynis í 3. deildinni.

Atli tekur við liðinu af nafna sínum Atla Sveini Þórarinssyni sem hætti á dögunum þegar hann tók við 2. flokki KA.


Samstarfsaðilar